Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

MATARBOÐ TIL EITURSLÖNGU.

eiturslangaSyni mínum og fjölskyldu var boðið í mat hjá verkstjóra hans og venjulega tekur maður með sér blóm en þau ákveða að taka með sér veislumat til heimilisdýrið hans.Þau fara og kaupa veislumat handa því sem er rotta.Þau kaupa hvíta á litinn og fara með.Heimilisdýrið er nefnilega eiturslanga og þið getið séð albúmið eiturslanga hvernig henni fannst um gjöfina.Þessari slöngu finnst betri brúnar rottur og er bara forvitin hvað þetta hvíta kvikindi gerir í búrinu sínu en rottan vildi nú bara fara að leika sér.Þau fengu hvorki slöngu eða rottu að borða sögðu þau en hver veit ??

DRAUMAHÚSIÐ

HúsiðGetur draumahúsið okkar orðið svona í framtíðinni.Allavegana getum við hugsað okkur húsin á hvolfi héreftir.Krzysztof Szczyszkas pólskur smiður hefur haft þetta draumahús í höfði sínu og gert drauminn af veruleika og byggir það á þýsku eyjunni Usedom.Eins og það er komið á myndinni hjá mér hefur það kostað 4 milljónir sænskar,í lok ágúst reiknar hann með að hægt væri að flytja inn í það en ætlar ekki að bua í því heldur hafa það hluta af konstverkefninu Die Welt Steht Kop.Heimurinn stendur á höfðinu og vera sýningarhöll.


SVÍN MEÐ APA ANDLIT.

svinÍ Kína fæddist svínasistkyni og í þeim hópi kom eitt svo lítið með apalíkt andlit og framlappir styttri,bóndinnætlaði að drepa það strax en sonurinn sagði nei við því og hugsa ði um það.Svo kom rigningatíminn núna í Kína og litla svínið úti og lifði ekki af rigninguna og dó.Setti inn mynd af því í svína albúmið.

STORMUR Í SVÍÞJÓÐ

billÍ gær kom stormur yfir hér og 18.000 urðu rafmagnslausir,sagt er að það komi hvert tíunda ár stormur að sumri til.Þessi stormur var ekki í líkingu við storminn Guðrun sem var eitt árið.Við sluppum vel hér í Gislaved núna.Verst fór núna í Skáni,einhver tré rifust upp,bátar losnuðu og bílar fuku þó miklar aðvaranir hefðu komið í fréttum til fólk.Set kanski fleiri myndir inn af storm hérna. 

BLAUTUR KOSS

refurÍ Linköping hér í Svíþjóð voru hjón sofandi,maðurinn vaknar og fer út í póstkassa að ná í dagblaðið og ætlar að lesa blaðið og fá sér kaffi áður en konan vaknar,þegar hann situr og nýtur sín við þetta þá heyrir hann þetta rokna öskur frá herberginu og ref koma hlaupandi þaðan og út um hurðina.Friðurinn búinn og konan titrandi eftir að vakna þegar refurinn kyssti og sleikti hana í framan.Það er víst satt að menn geta bara gert eitt í einu eins og í þessu tilviki.Hann gat tekið blaðið en ekki lokað á eftir sér en var fljótur að því eftir refinum.Mynd af refinum er í albúmi

HVAÐ ER NÚ ÞETTA Í USA

dyridMörgum blöskrar með öllum dýrum í Svíþjóð en aldrei höfum við fengið eitt eða einn svona hingað eins og lá á strönd í Montauk,Long  ISLAND.Ekki skrítið að fólk skrifi í blöðin og blogg í usa og reyni að giska hvað þetta er.Fólk sem ætlaði að koma sér vel fyrir á ströndinni rakst á þetta og í staðin fyrir að fara í sólbað tók það upp gemsana og tók myndir.Ef ykkur langar að giska hvað þetta er farið þá endilega í albúmið.

GÁFUÐ DÝR

rotta_i_gautaborgÍ Gautaborg hefur fólk öðruvísi granna en ég og eru bæði ferðafólk og þeir sem búa þar reglulega gott við rotturnar,fólk fer í skemmtigarðana og grillar sér mat,skilur afgangana eftir eða hendir þeim á milli trjánna þegar það heldur að enginn sjái til þeirra en rotturnar eru búnar að læra á sóðaskap mannfólksins og bíða bakvið næsta tré þolinmóðar eftir því.Hver getur svo sagt að rottur séu vitlausar.Ég hef mynd af einni stæðilegri í albúmi.

FEITASTA SVÍNIÐ

feitastasvinidSetti in mynd af feitasta svíni í heiminum,það heitir Zhuwang og er 1 tonn á þyngd og það er ekki skrítið,hann borðar 1 gám af eplum í morgunmat og liggur í nýbyggðu húsinu sínu í Kína þar sem hann býr.

DÝR Í SKÓGINUM

snigillÍ þessu albúmi er snigill sem er svartur og langur,hann heitir hér morðingjasnigill af því hann borðar alskonar kvikindi inn á lóðum hjá fólki en hann borðar líka upp gras svo hér gerir fólk allt til að losna við hann.Á myndinni sést hvað þessi er grannur,oft eru þeir spikfeitir.Svo eru það mýrurnar,á myndinni eru þær að hlaupa niður í rifu á malbikinu,reyna að koma sér undan frá snigli.Þessir sniglar eru eins og ormarnir,koma skríðandi í sólbað en fara inn í skóginn og lóðir þegar rigningin kemur.

BARN HUGGORMSINS

Ef þið skoðið myndirnar um huggormin þá sjáið þið barnið.Svoleiðis er sagan um barnið,við löbbum út með hundana í skóginn,ég er fremst í flokknum og allt í einu sé ég orminn við lappirnar á mér og öskra upp svo eiginmaður og Valli athuga hvaða læti þetta eru í mér og Valli sér orminn og stígur á hann með einni löppinni og auðvitað öskraði ég þá ennþá meira og eiginmaðurinn líka,öskrin gerðu Valla þá hræddann svo hann hentist í burtu og ormurinn reyndi þá að koma sér í burtu frá öskronum.Ekki skrítið að okkur brá að sjá Valla reyna bjarga mér,nú ef ormurinn hefði bitið mig eða hann hefðum við þurft að fara beint á spítalann að fá sprautu á móti eitrinu sem hann gat látið í okkur.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband